Hoppa yfir valmynd
12. maí 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Starf verkefnisstjóra á vegum Verkefnisstjórnar um aðgerðir gegn einelti

Verkefnisstjórn á vegum þriggja ráðuneyta, mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti og fjármálaráðuneyti, í aðgerðum gegn einelti auglýsti í janúar sl. laust 50% starf verkefnisstjóra til eins árs í tilraunaskyni.

Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur, hefur verið ráðin verkefnisstjóri í aðgerðum gegn einelti. Verkefnisstjórn á vegum þriggja ráðuneyta, mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti og fjármálaráðuneyti, í aðgerðum gegn einelti auglýsti í janúar sl. laust 50% starf verkefnisstjóra til eins árs í tilraunaskyni. Verkefnisstjórinn mun vinna fyrir verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti og hafa umsjón með og fylgja eftir þeim verkefnum sem hún ákveður að skuli framkvæmd, m.a. hafa umsjón með fagráði sem tekur við eineltismálum í skólakerfinu, ráðuneytum og stofnunum þeirra til úrlausnar.

Kolbrún Baldursdóttir er fædd árið 1959. Hún stundaði framhaldsnám í sálfræði í Rhode Island fylki í Bandaríkjunum að loknu BA námi frá HÍ 1986. Hún lauk jafnframt prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands 1994. Kolbrún fékk löggildingu sem sálfræðingur 1992 og sérfræðileyfi Landlæknisembættisins í klínískri sálfræði 2008. Kolbrún hefur samhliða sálfræðistörfum sinnt kennslu á framhaldsskóla- og háskólastigi. Hún hefur starfaði hjá Fangelsismálastofnun, var um árabil yfirsálfræðingur á Stuðlum og um sjö ára skeið sálfræðingur barnaverndarmála í Kópavogi. Undanfarin ár hefur Kolbrún verið skólasálfræðingur í Hafnarfirði samhliða stofurekstri og námskeiðshaldi. Meðal þeirra málaflokka sem Kolbrún hefur látið sig mest varða eru eineltismál en hún hefur víðtæka þekkingu í þeim málaflokki og ennfremur mikla reynslu af úrlausn eineltismála. Um áhrif og afleiðingar eineltis og aðgerðir gegn þeim hefur Kolbrún meðal annars skrifað fjölda greina. Kolbrún mun hefja störf síðar í þessum mánuði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum