Hoppa yfir valmynd
9. júní 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutun úr barnamenningarsjóði

Úthlutun árið 2011 hefur farið fram og hlutu eftirfarandi styrki úr sjóðnum:


Barnamenningarsjóður starfar skv. reglum nr. 246/1994 og er meginhlutverk hans að styrkja verkefni á sviði barnamenningar.  Auglýst var eftir umsóknum 29. janúar sl. og rann umsóknarfrestur út 1. mars sl.  Sjóðnum bárust alls 63 umsóknir frá 58 aðilum fyrir 35.680.348,- kr. 
Úthlutun árið 2011 hefur farið fram og hlutu eftirfarandi styrki úr sjóðnum:

 Umsækjandi Verkefni Styrkur
Brúðuheimar ehf. vegna menningardagskrárinnar Leikur á laugardegi 400.000 kr.
Pamela De Sensi) til klassísku tónleikanna Töfrahurð 200.000 kr.
Bára Grímsdóttir til verkefnisins Krummi krunkar úti - Lærum að syngja og kveða íslensk alþýðulög 100.000 kr.
Myndlistaskólinn í Reykjavík ses. til að halda sumarnámskeið fyrir blind og sjónskert börn 200.000 kr.
Óperarctic-félagið til að enduruppaka sýninguna „Herra Pottur og ungrú Lok“ 200.000 kr.
Tónskáldafélag Íslands til barnatónleika á Norrænum músíkdögum 2011 150.000 kr.
Vala Þórsdóttir og Agnieszka Nowak vegna barnabókar á íslensku og pólsku og sænsku og pólsku 250.000 kr.
Tinna Grétarsdóttir til dansleikhússýningarinnar Út í veður og vind 250.000 kr.
Hugi Guðmundsson til brúðuleikhússýningarinnar Hafmaðurinn NADDI 300.000 kr.
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra til verkefnisins Í menningarheimi Döff grunnskólabarna 250.000 kr.
Kristín Ragna Gunnarsdóttir vegna teikni- og hreyfimyndarinnar Völuspá 200.000 kr.
Tónlistarhús Kópavogs-salurinn vegna verkefnisins Lesstundir með tónlistarívafi 200.000 kr.
Leikhúsið 10 fingur til brúðuleiksýningarinnar Litla skrímslið  400.000 kr.
Skaftfell,sjálfseignarstofnun Hvað býr í kassanum? - myndlistarrannsókn fyrir ungt fólk 200.000 kr.
Menningarfélagið Hof ses. vegna tveggja samstarfstónleika á Akureyrarvöku 2011 150.000 kr.
Fornleifaskóli barnanna vegna heimsóknar fræðimanna í Litlulaugaskóla á haustönn 2011 100.000 kr.
Möguleikhúsið til að setja upp leikverkin Eldslogarnir fljúga og Eldsins reiðarslög 800.000 kr.
Sigursveinn Magnússon til verkefnisins Ungir og aldnir mætast á Berjadögum í Ólafsfirði 80.000 kr.
Myndlistarskóli Grafarvogs til að halda myndlistarnámskeið fyrir börn og fullorðna saman 100.000 kr.
Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar, dansdeild vegna þátttöku nemenda í norrænu samstarfsverkefni í nútímadansi í til Finnlandi 220.000 kr.
Rebekka Eiríksdóttir til leikfangasafnsins „leggur og skel“ 75.000 kr.
Listasafn Reykjanesbæjar til Norræns samvinnuverkefnis á sviði myndlistar 200.000 kr.

Stjórn barnamenningarsjóðs

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum