Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til atvinnuleikhópa 2012

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur að fenginni tillögu leiklistarráðs úthlutað styrkjum til atvinnuleikhópa árið 2012.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur að fenginni tillögu leiklistarráðs úthlutað styrkjum til atvinnuleikhópa árið 2012. Alls sóttu 74 aðilar um styrki til 85 verkefna. Þá bárust 6 umsóknir um samstarfssamninga til lengri tíma og 4 umsóknir um rekstrarstyrki. Eftirtalin verkefni hlutu styrki:

Leikhópurinn Gljúfrasteinar  Laxness eins og hann leggur sig     1.000.000 kr.
Leifur Þór Þorvaldsson     Stundarbrot 2.300.000 kr.
Litlar og nettar Dúnn 2.800.000 kr.
Va Va Voom Breaking news 3.000.000 kr.
Kviss búmm bang 24/7 Downtown Reykjavík 5.000.000 kr.
Steinunn Ketilsdóttir La familia 6.200.000 kr.
Lab Loki Áminnt um sannsögli 6.400.000 kr.
Leikhópurinn Geirfugl Segðu mér satt 7.700.000 kr.
Soðið svið Rökkurbjörg 8.300.000 kr.
Shalala ehf. Inn að beini 8.500.000 kr.
Vesturport Starfsstyrkur 6.000.000 kr.


Á fjárlögum 2012 eru 71,2 millj. kr. á fjárlagaliðnum "Styrkir til starfsemi atvinnuleikhópa" en voru á síðasta ári 58,4 millj. kr. Hækkunin stafar af því að styrkir til Leikfélags Reykjavíkur og Draumasmiðjunnar - döff leikhús, sem Alþingi hafði áður ákveðið, eru á þessu ári veittir af framangreindum fjárlagalið.

Í leiklistarráði eru Guðrún Vilmundardóttir formaður, skipuð án tilnefningar, Sveinbjörg Þórhallsdóttir tilnefnd af Leiklistarsambandi Íslands og Hilmar Jónsson tilnefndur af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum