Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir vegna stuðnings við dönskukennslu

Umsóknarfrestur er til 30. mars 2007.

Styrkir vegna stuðnings við dönskukennslu

Umsóknarfrestur er til 30. mars 2007.

Samkvæmt samningi milli menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur um stuðning við dönskukennslu á Íslandi leggur menntamálaráðuneyti Íslands árlega fram 5,5 milljónir króna til verkefna, sbr. 4. gr. samningsins. Er hér auglýst eftir umsóknum um styrki til verkefna í eftirtöldum málaflokkum:

  • Endurmenntunarnámskeið fyrir dönskukennara í grunn- og framhaldsskólum.
  • Námsefnisgerð í dönsku fyrir grunn- og framhaldsskóla. Námsefni sem felur í sér nýbreytni í dönskukennslu hefur forgang við úthlutun.
  • Rannsóknir og þróunarstarf á sviði náms og kennslu í dönsku sem erlends tungumáls.
  • Vitundarvakning um mikilvægi dönskukunnáttu fyrir Íslendinga.

Samstarfsnefnd sem skipuð er fulltrúum beggja landanna metur umsóknir og gerir tillögur um styrkveitingar.

Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneyti í síðasta lagi föstudaginn 30. mars nk. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást og sem jafnframt má nálgast á vef ráðuneytisins. Þar er einnig að finna samning menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur.

Nánari upplýsingar veitir Sesselja Snævarr, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneyti, sími 545 9500, netfang: [email protected] .



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum