Hoppa yfir valmynd
9. mars 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Starf laust til umsóknar hjá Nordisk Journalistcenter (NJC) í Danmörku

Umsóknarfrestur er til 20. mars 2007.

Norræna blaðamannamiðstöðin NJC auglýsir eftir starfsmanni í nýja stöðu sérfræðings í norrænum málefnum. Í starfinu felst að þróa og skipuleggja námskeið og aðra starfsemi á sviði endurmenntunar norrænna blaðamanna.

Umsækjendur þurfa að hafa menntun og reynslu sem nýtist í starfi. Auk þess skulu umsækjendur þekkja vel til og hafa góð tengsl við fjölmiðla. Þá þurfa umsækjendur að hafa þekkingu á stjórnmálum, menningu, umhverfis- og velferðarmálum á Norðurlöndum. Umsækjendur verða að tala og skrifa dönsku, norsku eða sænsku. Kennslu- eða stjórnunarreynsla er kostur en ekki skilyrði.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Steen K. Rasmussen, forstöðumann NJC, [email protected] , +45 8944 0556, +45 2172 5236. Einnig má hafa samband við Søren Dalsgaard, trúnaðarmann stéttarfélags blaðamanna, [email protected] .

Skila á inn umsóknum ásamt náms- og starfsferli til Audhild Solbø, [email protected] fyrir 20. mars n.k. kl. 11.00 að íslenskum tíma. Umsóknir skulu stílaðar á forstöðumann UPDATE, Jens Otto Kjær Hansen.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum