Hoppa yfir valmynd
16. mars 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Embætti forstöðumanns Blindrabókasafns Íslands

Umsóknarfrestur er til 13. apríl 2007.


Embætti forstöðumanns Blindrabókasafns Íslands er laust til umsóknar. Hlutverk Blindrabókasafns Íslands er að sjá blindum, sjónskertum, og öðrum þeim, sem ekki geta fært sér venjulegt prentað letur í nyt, fyrir alhliða bókasafnsþjónustu. Blindrabókasafn Íslands heyrir undir menntamálaráðuneytið.

Menntamálaráðherra skipar forstöðumann Blindrabókasafns Íslands til fimm ára að fenginni umsögn stjórnar safnsins. Forstöðumaðurinn annast yfirstjórn safnsins, er í fyrirsvari fyrir safnið út á við, ber ábyrgð á rekstri þess og stjórnar daglegum rekstri. Jafnframt annast hann ráðningar annarra starfsmanna, sbr. 6. gr. laga um Blindrabókasafn Íslands, nr. 35/1982 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Gert er ráð fyrir því að skipað eða sett verði í embættið frá og með 1. júlí 2007.

Um laun og kjör forstöðumanns Blindrabókasafns Íslands fer eftir ákvörðun kjararáðs, sbr. lög um kjararáð, nr. 47/2006.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Upplýsingar veitir skrifstofa menningarmála. Umsóknarfrestur er til 13. apríl nk.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum