Hoppa yfir valmynd
4. maí 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Embætti forstöðumanns Húsafriðunarnefndar laust til umsóknar

Umsóknarfrestur er til 25. maí 2007.

Umsóknarfrestur er til 25. maí 2007.

Húsafriðunarnefnd stuðlar að varðveislu byggingararfs þjóðarinnar og gerir tillögur um friðun húsa til menntamálaráðherra. Nefndin fer með yfirstjórn og úthlutun styrkja úr húsafriðunarsjóði. Húsafriðunarnefnd er jafnframt umsagnaraðili fyrir ráðherra í málum er snerta húsafriðun.

Forstöðumaður Húsafriðunarnefndar stýrir daglegri afgreiðslu mála á verksviði nefndarinnar. Menntamálaráðherra skipar í embætti forstöðumanns húsafriðunarnefndar til fimm ára, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Ráðgert er að skipað verði í embættið frá og með 1. nóvember nk.

Um laun og kjör forstöðumanns Húsafriðunarnefndar fer eftir ákvörðun kjararáðs, sbr. lög um kjararáð, nr. 47/2006.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, eigi síðar en föstudaginn 25. maí nk.




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum