Hoppa yfir valmynd
11. september 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Auglýsing um námskrá í íslensku fyrir útlendinga

Menntamálaráðuneytið hefur gefið út námskrá í íslensku fyrir útlendinga samkvæmt fylgiskjali með auglýsingu þessari.

1. gr.

Menntamálaráðuneytið hefur gefið út námskrá í íslensku fyrir útlendinga samkvæmt fylgiskjali með auglýsingu þessari. Námskráin er ætluð fullorðnum einstaklingum af erlendum uppruna sem setjast að á Íslandi og þarfnast kennslu í grunnatriðum tungunnar. Náminu er ætlað að gera nemendur í stakk búna til þess að eiga samskipti við vinnufélaga og stjórnendur fyrirtækja, njóta góðs af þeirri samfélagsþjónustu sem í boði er og taka virkan þátt í íslensku samfélagi.

2. gr.

Menntamálaráðuneytið beinir því til fræðsluaðila sem bjóða upp á grunnnám í íslensku fyrir útlendinga að þeir hafi námskrána til hliðsjónar við íslenskukennsluna svo að samræmis sé gætt milli einstakra námskeiðshaldara.

3. gr.

Auglýsing þessi öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu, 20. ágúst 2008.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Guðmundur Árnason.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum