Hoppa yfir valmynd
24. september 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir úr þróunarsjóði námsgagna

Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði námsgagna.

Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði námsgagna.
Hlutverk þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.
Sérstök áhersla er lögð á námsgögn sem tengjast lestrarkennslu og læsi í víðum skilningi.

  • LÆSI - Læsi er hér notað í þeirri víðu merkingu að búa yfir nægri þekkingu, leikni og hæfni til að skilja, skynja, beita, yfirfæra og meta það sem mætir fólki í daglegu lífi og umhverfi þess nær og fjær. Læsi í víðri merkingu tekur m.a. til læsis á íslensku máli, erlendum málum; auk þess læsis á tölum, upplýsingum, menningu og listum auk náttúru og umhverfis. T.d. má ræða um bóklæsi, fjármálalæsi, menningarlæsi, stærðfræðilæsi, tölvulæsi, fjölmiðla- og upplýsingalæsi, náttúru- og umhverfislæsi.

Þróunarsjóður námsgagna starfar samkvæmt lögum um námsgögn nr. 71/2007 og reglugerð um sjóðinn nr. 1268/2007.

Vakin er sérstök athygli á að umsóknir um styrki skulu vera á rafrænu formi. Sækja þarf um aðgang að umsóknavef ráðuneytisins, http://umsoknir.menntamalaraduneyti.is/. Aðgangur er gefinn á kennitölu einstaklings (ekki félags eða samtaka) og er lykilorð sent til viðkomandi á netfang sem gefið er upp við nýskráningu.

Umsóknarfrestur er til 2. nóvember 2009.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum