Hoppa yfir valmynd
20. október 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til starfsmenntunarnáms

Menntamálaráðuneyti Noregs veitir á námsárinu 2009-2010 nokkra styrki handa Íslendingum til náms við fræðslustofnanir í Noregi.

Menntamálaráðuneyti Noregs veitir á námsárinu 2009-2010 nokkra styrki handa Íslendingum til náms við fræðslustofnanir í Noregi. Styrkirnir, sem nema 20.000 n.kr. hver, eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á Íslandi.

Frestur til að skila inn umsóknum, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, er hér með framlengdur til 13. nóvember nk. Umsóknir skulu sendar mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin er einnig að finna á vef ráðuneytisins menntamalaraduneyti.is.

Umsóknareyðublað (DOC - 309KB) (PDF- 101KB)



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum