Hoppa yfir valmynd
8. janúar 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úttektir á starfsemi leik-, grunn- og framhaldsskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir hér með eftir aðilum til að taka að sér verkefni á sviði úttekta á starfi leik-, grunn- og framhaldsskóla á vormisseri 2010

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir hér með eftir aðilum til að taka að sér verkefni á sviði úttekta á starfi leik-, grunn- og framhaldsskóla á vormisseri 2010 og skal verkefnið innt af hendi á tímabilinu febrúar til apríl. Um er að ræða stofnanaúttektir á þremur skólum á hverju skólastigi. Úttektirnar eru gerðar í samræmi við ákvæði 20. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla, 38. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og 42. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla, sjá www.menntamalaraduneyti.is/log-og-reglugerdir/

Sækja má um allar úttektirnar á hverju skólastigi eða hluta þeirra. Gert er ráð fyrir að úttekt í hverjum skóla sé í höndum tveggja til þriggja manna teymis sem saman hafi menntun og reynslu á sviði úttekta og skólastarfs á viðkomandi skólastigi. Einstaklingar, teymi, fyrirtæki og stofnanir geta sótt um.

  • Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast ráðuneytinu fyrir 29. janúar nk.
  • Nánari upplýsingar veita starfsmenn mats- og greiningarsviðs.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum