Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkur til háskólanáms í Kína skólaárið 2011-2012

Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram styrk handa Íslendingum til háskólanáms í Kína námsárið 2011-2012.

Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram styrk handa Íslendingum til háskólanáms í Kína námsárið 2011-2012. Umsækjendur um styrk til grunnnáms í háskóla skulu vera eldri en 25 ára og yngri en 35 ára ef þeir sækja um nám á meistarastigi.
Nánari upplýsingar fást í mennta- og menningarmálaráðuneyti svo og á vef CSC þar sem umsækjendur skulu skrá sig inn og fylla út umsókn. Vinsamlegast athugið að í reitinn "Agency No" á umsóknareyðublaðinu skal setja númerið 3521.

  • Umsóknarfrestur er til 21. mars 2011. Umsóknir skal senda til mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
  • Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum auk annarra fylgiskjala sem CSC óskar eftir. Læknisvottorð þarf að fylgja umsókn á sérstöku eyðublaði en ekki þarf að útvega vottorðið nema ákveðið hafi verið að mæla með umsókn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum