Hoppa yfir valmynd
29. febrúar 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkur til háskólanáms í Kína skólaárið 2012-2013

Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram styrk handa Íslendingum til náms á framhaldsstigi í háskólum í Kína námsárið 2012-2013. 

Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram styrk handa Íslendingum til náms á framhaldsstigi í háskólum í Kína námsárið 2012-2013.  

Nánari upplýsingar fást í mennta- og menningarmálaráðuneyti svo og á vef China Scholarship Council þar sem umsækjendur skulu skrá sig inn og fylla út rafræna umsókn. Vinsamlegast athugið að í reitinn "Agency No" á umsóknareyðublaðinu skal setja númerið 3521.

Umsóknareyðublöð skal jafnframt prenta út og senda í tvíriti til mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina, greinargerð um áætlað nám í Kína og meðmæli.

Umsóknarfrestur er til 4. apríl 2012.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum