Hoppa yfir valmynd
26. október 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til þróunar á rafrænu náms og kennsluefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki til þróunar á rafrænu
náms- og kennsluefni á leik-, grunn- eða framhaldsskólastigi.


Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki til þróunar á rafrænu
náms- og kennsluefni á leik-, grunn- eða framhaldsskólastigi.
Styrkirnir eru veittir í tengslum við innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Náms- og kennsluefnið skal stuðla að nýjungum í kennsluháttum og nýta til þess styrkleika upplýsingatækni og rafrænna miðla. Skilyrði fyrir styrk er að skóli sé aðili að umsókn og fyrir liggi hvernig nýta skuli náms- og kennsluefnið.

Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins
  • Aðgangur er veittur á kennitölu umsækjenda og verður lykilorð sent viðkomandi á netfang sem hann gefur upp við nýskráningu.
  • Lykilorðinu má breyta eftir innskráningu með því að opna Mínar stillingar. Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði og velja mennta- og menningarmálaráðuneyti undir flipanum Umsóknir.

  • Umsóknarfrestur er til 30.nóvember 2012.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum