Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Starf sérfræðings á skrifstofu vísinda og háskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu vísinda og háskóla. Um er að ræða fullt starf.

Starfið felur einkum í sér samskipti og samningagerð við háskóla og þekkingarsetur á landsbyggðinni, mat og afgreiðslu á margvíslegum umsóknum og stjórnsýsluerindum, eftirlit með framkvæmd laga, leiðbeininga- og upplýsingagjöf, greiningu og úrvinnslu tölfræðiupplýsinga um háskólastarf og samstarf við hagsmunaaðila.

Krafist er háskólamenntunar sem nýtist í starfi og staðgóðrar þekkingar og reynslu af stjórnsýslu, umgjörð menntamála í háskólum landsins, byggðamálum sem og alþjóðlegu samstarfi.  Lögð er áhersla á að viðkomandi búi yfir þekkingu og hæfni í öflun, greiningu og miðlun upplýsinga, gæða- og verkefnastjórnun auk áætlanagerðar. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af stefnumótun. Starfið krefst frumkvæðis, sjálfstæðis í vinnubrögðum, skipulagshæfni, auk færni í að tjá sig í ræðu og riti. Viðkomandi þarf að vera jákvæður, fær og lipur í mannlegum samskiptum og reiðubúinn að takast á við krefjandi verkefni. Gerð er krafa um ritfærni og góða kunnáttu í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.   

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun greiðast samkvæmt launakerfi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Hellen M. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri vísinda- og háskólamála.

  • Umsóknir með ítarlegum  upplýsingum um menntun og starfsferil sendist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
  • Umsóknarfrestur er til 9. mars 2013.
  • Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti er tekið mið af jafnréttisáætlun ráðuneytisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum