Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Starf sérfræðings á skrifstofu menntamála

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu menntamála. Um er að ræða fullt starf.

Skrifstofa menntamála fjallar um málefni leik-, grunn- og framhaldsskólastigs, framhaldsfræðslu og starfsmenntunar og hefur umsjón með námskrárgerð. Skrifstofan vinnur að stefnumótun í þessum málaflokkum, hefur umsjón með framkvæmd stefnu og annast almenna stjórnsýslu. Gert er ráð fyrir að umsækjandi geti unnið að fleiri en einum málaflokki innan skrifstofu og ráðuneytis.

Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun sem nýtist við stjórnsýslu á sviði menntamála. Þekking á uppbyggingu, starfsemi og námskrá framhaldsskóla, stefnumótun, greiningu málefna, áætlanagerð, verkefnastjórnun og góð kunnátta í stjórnsýslulegri meðferð mála er mikilvæg. Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í mannlegum samskiptum eru nauðsynlegir kostir. Gerð er krafa um ritfærni og góða kunnáttu í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun greiðast samkvæmt launakerfi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Jens Pétur Hjaltested, upplýsinga- og fjármálasviði.

  • Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík eða á [email protected]. Umsóknarfrestur er til 21. maí 2014.
  • Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti er tekið mið af jafnréttisáætlun ráðuneytisins.
  • Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2014.

Umsóknir gilda í 6 mánuði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum