Hoppa yfir valmynd
16. júní 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar

Í reglum frá árinu 1881 um Gjöf Jóns Sigurðssonar er kveðið á um að fé úr sjóðnum megi veita,

Í reglum frá árinu 1881 um Gjöf Jóns Sigurðssonar er kveðið á um að fé úr sjóðnum megi veita 

,,1. til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit, 

2. til að styrkja útgáfur slíkra rita annars kostar og 

3. til þess að styrkja útgáfur merkilegra heimildarrita.“

Enn fremur segir: ,,Öll skulu rit þessi lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum.“ Á árinu 1974 var bætt við ákvæði þess efnis ,,að þegar sérstök ástæða þyki til, megi verja fé til viðurkenningar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa vísindarit í smíðum.“

  •  Umsækjendur um verðlaun úr sjóðnum skulu senda nefndinni þrjú eintök þeirra rita er þeir óska að tekin verði til álita. Miðað er við rit, gefin út eftir síðustu úthlutun úr sjóðnum. Æskilegt er að þeim fylgi umsögn viðurkenndra fræðimanna, sérfróðra um efnið.
  • Framangreind gögn skulu send mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, merkt verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar, fyrir 1. september næstkomandi.

Reykjavík, 16. júní 2014

Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar
Sturla Böðvarsson
Dr. Ólína Þorvarðardóttir
Jónas Hallgrímsson

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum