Hoppa yfir valmynd
12. desember 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Góð lýsing í skólum

Það er alkunna að lýsing á vinnustöðum hefur afar mikil áhrif á afköst og líðan þeirra sem þar starfa. Þetta á ef til vill enn frekar við um skóla heldur en flesta aðra vinnustaði.

Ágæti viðtakandi,

Það er alkunna að lýsing á vinnustöðum hefur afar mikil áhrif á afköst og líðan þeirra sem þar starfa. Þetta á ef til vill enn frekar við um skóla heldur en flesta aðra vinnustaði.

Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að jafnvel þótt birta sé í sjálfu sér næg getur rangt val á gerð eða staðsetningu ljósa valdið þrálátri vanlíðan og dregið úr einbeitingu og afköstum.

Í bæklingnum Góð lýsing í skólum, sem fylgir þessu bréfi, er fjallað um lýsingu í skólum og hvernig henni verði best hagað. Bæklinginn hefur menntamálaráðuneytið látið gera í samvinnu við Ljóstæknifélag Íslands og er hann byggður á sambærilegu, þýsku riti en rækilega staðfærður og aðlagaður íslenskum veruleika.

Bæklingurinn er nú sendur öllum bókasöfnum, tónlistarskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum og auk þess öllum sveitarfélögum landsins vegna leikskóla sem reknir eru á þeirra vegum.

Hvet ég þig til að kynna þér efni bæklingsins og vona að hann nýtist við að bæta aðstæður á þínum vinnustað.


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum