Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynning á nýrri námskrá í bíliðngreinum

Menntamálaráðuneyti hefur birt drög að nýrri námskrá í bíliðngreinum á vef ráðuneytisins menntamalaraduneyti.is.

Menntamálaráðuneyti hefur birt drög að nýrri námskrá í bíliðngreinum á vef ráðuneytisins menntamalaraduneyti.is. Um er að ræða námskrá fyrir sameiginlegt grunnnám og sérnám til sveinsprófs í bifreiðasmíði, bifvélavirkjun og bílamálun og er þetta fyrsta heildarnámskráin sem gerð er fyrir þessar iðngreinar.
Námskrárdrögin verða til kynningar á framangreindum vef til 7. desember 2007. Á þeim tíma gefst hagsmunaaðilum og almenningi kostur á að senda athugasemdir og ábendingar um námskrána í heild eða einstaka þætti hennar til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Einnig er hægt að senda athugasemdir á netfangið [email protected].

Að loknu umsagnarferlinu mun ráðuneytið gera þær lagfæringar á námskránni sem nauðsynlegar teljast, staðfesta hana og senda auglýsingu um gildistöku hennar til birtingar í Stjórnartíðindum. Námskráin verður að því loknu birt á námskrárvef ráðuneytisins.
Farið er vinsamlega fram á að efni þessa bréfs sé kynnt fyrir þeim sem það á erindi við.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum