Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til íslenskukennslu

Menntamálaráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum frá framhaldsskólum um styrki til íslenskukennslu fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku

Til skólameistara framhaldsskóla

Menntamálaráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum frá framhaldsskólum um styrki til íslenskukennslu fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Styrkjunum er ætlað að koma til viðbótar fjárveitingum reiknilíkans og nýtast til sérstakra aðgerða í íslenskukennslu fyrir nemendur framhaldsskóla með annað móðurmál en íslensku. Það sem sjóðnum er einkum ætlað að styrkja er:

  • Stuðningskennsla fyrir einstaka nemendur eða smærri hópa.
  • Skipulagning og framkvæmd sérstakra námsúrræða fyrir einstaka nemendur eða hópa.
  • Þjálfun daglegra samskipta.
  • Fræðsla fyrir kennara í að kenna íslensku sem erlent tungumál.

Umsóknarfrestur um styrki fyrir vorönn 2008 er til 15. febrúar næstkomandi. Í umsókn (ekki er notast við eyðublöð) skal koma fram greinargóð lýsing skóla á fyrirhuguðu verkefni, tilgangi þess, framkvæmd og hverjum það nýtist. Í umsókn skal einnig vera tímaáætlun verkefna og upplýsingar um áætlaðan kostnað og fjármögnun þeirra.

Á haustönn 2008 verður á ný auglýst eftir umsóknum vegna verkefna á þeirri önn.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum