Hoppa yfir valmynd
23. september 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Um bann við reykingum, áfengi og öðrum vímuefnum í húsnæði og á lóð framhaldsskóla

Í tilefni af ábendingum er borist hafa um reykingar á skólalóðum framhaldsskóla vill mennta- og menningarmálaráðuneyti með bréfi þessu árétta að reykingar sem og öll meðferð áfengis og annarra vímuefna eru með öllu óheimilar í húsnæði og á lóð framhaldsskóla.

Til skólameistara framhaldsskóla

Í tilefni af ábendingum er borist hafa um reykingar á skólalóðum framhaldsskóla vill mennta- og menningarmálaráðuneyti með bréfi þessu árétta að reykingar sem og öll meðferð áfengis og annarra vímuefna eru með öllu óheimilar í húsnæði og á lóð framhaldsskóla.  Er það samkvæmt lögum um framhaldsskóla, reglum settum með stoð í þeim lögum og fyrirmælum í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla.  Þá er kveðið á um fortakslaust bann við tóbaksreykingum í framhaldsskólum og sérskólum í 3. tl. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 6/2002, um tóbaksvarnir.  Það bann er svo nánar útfært í 2. gr. reglugerðar nr. 326/2007, þar sem tekið er fram að bannið nái til allra húsakynna og lóða á vegum skólanna og ekki sé heimilt að hafa neins konar afdrep fyrir tóbaksreykingar í þessum skólum.

Með bréfi þessu beinir ráðuneytið því til skólameistara framhaldsskóla að gætt verði framangreindra ákvæða um fortakslaust bann við reykingum, sem og neyslu áfengis og annarra vímuefna í húsnæði og á lóð skóla.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum