Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Evrópskur tungumáladagur 26. september 2010

Til skóla og ýmissa hagsmunaaðila

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hvetur skóla, aðrar fræðslustofnanir og hagsmunaaðila til að vekja athygli á Evrópska tungumáladeginum  26. september 2010. Bent er á vef Evrópuráðsins vegna tungumáladagsins. Slóðin er www.coe.int/edl.

Markmið Evrópska tungumáladagsins eru einkum eftirfarandi:

  • Vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og fjölbreytts tungumálanáms til að auka fjöltyngi og skilning á ólíkri menningu þjóða
  • Stuðla að því að viðhalda fjölbreytileika  tungumála og menningar í Evrópu
  • Hvetja til símenntunar í tungumálanámi, bæði innan skólakerfisins og utan þess.

Hjálögð eru ýmis gögn frá Evrópuráðinu sem nota má í tengslum við Evrópska tungumáladaginn. Ráðuneytið vekur athygli á að í vetur verður auglýst eftir verkefnum í tengslum við veitingu Evrópumerkis í tungumálum (European Label). Einnig er vakin athygli á Evrópsku tungumálamöppunni, sjá upplýsingar á: menntamalaraduneyti.is

Norræna ráðherranefndin stendur nú fyrir heilsársverkefni með það að markmiði að efla norræna málvitund og málskilning (Nordisk sprogkampagne) þ.e. í dönsku, norsku og sænsku. Íslendingar taka þátt í þessu verkefni sem verður nánar auglýst á næstunni.

Norræna tungumálasamstarfið er skilgreint í Yfirlýsingu um norræna tungumálastefnu frá árinu 2006, sjá: http://www.norden.org/is/a-doefinni/da/publikationer/publikationer/2007-746. Eitt af markmiðum hennar er að „allir Norðurlandabúar geti átt samskipti sín á milli, helst á norrænu tungumáli.“ Kjörið er að nýta Evrópska tungumáladaginn 2010 og 2011 til að reyna að stuðla að þessari norrænu málvitund.

Tengiliður við verkefnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu er Erna Árnadóttir, sími 545 9500, netfang: [email protected].

 

Fyrir hönd ráðherra

 

Arnór Guðmundsson
  Guðni Olgeirsson

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum