Forsíðugreinar
Arsrit-2016-vefmynd

Ársrit mennta- og menningarmálaráðuneytis 2016 er komið út

7.2.2017

Í ársritinu er greint frá margvíslegum verkefnum sem ýmist var lokið á síðasta ári eða áföngum náð

Í ársritinu er sem fyrr einkum greint frá verkefnum sem falla utan reglubundinna verkefna ráðuneytisins, sem eru afar mörg eins og nánar er greint frá í ritinu, og ætlunin er að það gefi nokkra mynd af því sem ráðuneytiið vann að á árinu.

Í inngangi Ástu Magnúsdóttur ráðuneytisstjóra segir m.a.: „Undirbúningur að breytingum á skipulagi og starfsemi ráðuneytisins einkenndu verkefnin í ráðuneytinu á árinu 2016 ásamt fjölda verkefna við framkvæmd stefnu í menntamálum. Einn áfangi í breytingarferlinu var fólginn því að breyta skipulaginu til að auðvelda ráðuneytinu að bregðast við þeim breytingum sem urðu með tilkomu laga um opinber fjármál, nýta betur mannaflann og efla stjórnsýsluna“.

Til baka Senda grein