Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Tilkynning um gildistöku nýrrar aðalnámskrár framhaldsskóla - Starfsnám þjónustu í skrifstofu- og verslunargreinum

Menntamálaráðherra hefur staðfest breytingu á aðalnámskrá framhaldsskóla: Starfsnám þjónustu í skrifstofu- og verslunargreinum og hefur hún öðlast gildi með birtingu í Stjórnartíðindum sbr. auglýsingu nr. 767/2007.

Til skólameistara framhaldsskóla

Menntamálaráðherra hefur staðfest breytingu á aðalnámskrá framhaldsskóla: Starfsnám þjónustu í skrifstofu- og verslunargreinum og hefur hún öðlast gildi með birtingu í Stjórnartíðindum sbr. auglýsingu nr. 767/2007. Auglýsinguna er að finna á vefsvæði ráðuneytisins www.menntamalaraduneyti.is.

Jafnframt hefur ráðuneytið birt hina nýja námskrá á vefsvæði sínu www.menntamalaraduneyti.is.

Það dylst engum að mikill vöxtur hefur orðið í verslun og þjónustu hérlendis á undanförnum árum og gildir þá einu hvort horft er til landsframleiðslu, fjölda starfa eða gjaldeyrisöflunar. Nú er svo komið að um 70% starfandi landsmanna vinna við þessar greinar og fer mikilvægi þeirra vaxandi með hverju ári. Fyrirliggjandi námskrá er ætlað að mæta þessum breytingum á vinnumarkaði og opna nýja leið fyrir ungt fólk til að sérhæfa sig og koma inn í atvinnulífið með sérþekkingu á sviði skrifstofu- og verslunargreina.

Námskráin tekur þegar gildi og með henni þrjár nýjar námsbrautir: Þjónustugreinar: Grunnnám (ÞG), Þjónustugreinar: Skrifstofubraut (ÞS) og Þjónustugreinar: Verslunarbraut (ÞV). Námskráin kemur til framkvæmda í skólum frá og með skólaárinu 2007-2008 eftir því sem við verður komið og skal að fullu vera komin til framkvæmda eigi síðar en að þremur árum liðnum frá gildistöku. Nýju brautirnar koma í stað Viðskiptabrautar (VI) í Aðalnámskrá framhaldsskóla, brautarlýsingar 2004, en sú námsbraut fellur jafnframt úr aðalnámskrá framhaldsskóla.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum