Hoppa yfir valmynd
19. desember 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Útgáfa leyfisbréfa leikskólakennara

Ný lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008, tóku gildi 1. júlí 2008.

Ný lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008, tóku gildi 1. júlí 2008. Með lögum þessum öðlast leikskólakennarar í fyrsta sinn lögverndun á starfsheiti sínu. Menntamálaráðherra hefur nú veitt leikskólakennurum, sem útskrifuðust fyrir gildistöku nýju laganna, leyfisbréf. Hafa leyfisbréfin verið send viðkomandi í pósti.

Þeir leikskólakennarar, sem útskrifast eftir gildistöku laganna, þurfa að sækja um leyfisbréf á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má á vef menntamálaráðuneytisins. Hið sama gildir um þá sem hafa menntun erlendis frá og óska eftir að fá menntun sína metna til að öðlast leyfisbréf leikskólakennara.

Þeim leikskólakennurum sem útskrifuðust fyrir gildistöku laganna og telja sig eiga rétt að fá leyfisbréf, en hafa ekki fengið það sent til sín, er vinsamlegast bent á að hafa samband við menntamálaráðuneytið.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum