Hoppa yfir valmynd
6. apríl 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ráðstefna um gæðamál á háskólastigi - Quality and Development in Nordic Higher Education haldin 16. 17. apríl

Á ráðstefnunni verða fimm málstofur um mál sem eru í deiglunni varðandi gæði skólastarfs á háskólastigi á norðurlöndunum.

Ráðstefna um gæðamál á háskólastigi verður haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands, 16. – 17. apríl næstkomandi.

Á ráðstefnunni verða fimm málstofur um mál sem eru í deiglunni varðandi gæði skólastarfs á háskólastigi á norðurlöndunum.

Er ein málstofa tileinkuð samnorrænu meistaraprófsnámi sem komið var á fót með styrk Norrænu ráðherranefndarinnar. Samtök Norrænna gæðaeftirlitsstofnanna, NOQA hafa haft umsjón með ytra mati á þessum verkefnum undanfarið ár. Þá er ein málstofa sérstaklega tileinkuð viðmiðum um hæfni (Learning Outcomes) og hvernig hægt sé að nýta sér þau í innra og ytra gæðamati. Þá verður fjallað um úttektir á sjálfsmatskerfum háskóla á Norðurlöndum og ein málstofa mun taka til umræðu hvort Norðurlöndin séu til fyrirmyndar hvað varðar gæðamál og hvaða áhrif aukið flæði nemenda á milli skóla og gagnkvæm viðurkenning á námi milli háskóla muni hafa á gæði og gæðaeftirlit.

Ráðstefnunni lýkur svo með pallborðsumræðum um hvort æskilegt sé að gera Norðurlöndin að einu sameiginlegu gæðaeftirlitssvæði.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun setja ráðstefnuna. Meðal fyrirlesara má finna Norman Sharp, yfirmann QAA og alls gæðaeftirlits á háskólastigi í Skotlandi, Josep Grifol frá Spáni sem hefur verið framarlega í skipulagningu á samstarfi Evrópuþjóða á sviði gæðastarfs og Iréne Häggström, gæðastjóra Karolinska Institut sem er samkvæmt alþjóðlegum mælingum talinn besti háskólinn á Norðurlöndum. Auk þess taka allir helstu yfirmenn gæðaeftirlits háskóla í Finnlandi þátt í ráðstefnunni.





Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum