Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Alþjóða hugverkadagurinn 26. apríl

Alþjóðahugverkastofnunin og aðildarríki hennar halda upp á alþjóða hugverkadaginn ár hvert með ýmsum viðburðum og vitundarvakningu um hugverkarétt.
Alþjóða hugverkadagurinn 26. apríl
ipday_2009
  • Margir þekkja til hugverkaréttinda sem njóta verndar samkvæmt höfundarétti, einkaleyfum, vöruhönnun og vörumerkjum en tengja þessi réttindi ekki að öðru leyti við daglegt líf. Til að bæta þar úr ákváðu aðildarríki Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO, World Intellectual Property Organization) á árinu 2000 að tileinka árlegan dag fræðslu um hugverkaréttindi. Sá dagur er 26. apríl en þann dag tók stofnsáttmali Alþjóðahugverkastofnunarinnar gildi árið 1970.

    Alþjóðahugverkastofnunin og aðildarríki hennar halda upp á alþjóða hugverkadaginn ár hvert með ýmsum viðburðum og vitundarvakningu um hugverkarétt. Markmiðið er að auka skilning almennings á hugverkaréttindum og draga að því athygli að .ar undir falla ekki eingöngu bókmenntir, listir og tónlist, heldur einnig iðnaðarvarningur og ýmsar tækninýjungar sem setja mark sitt á daglegt umhverfi.

    Alþjóðahugverkastofnunin gefur út ávarp framkvæmdastjóra samtakanna af þessu tilefni og miðlar fræðsluefni til aðildarríkjanna.

    Markmið alþjóða hugverkadagsins eru:

  • að vekja almenning til vitundar um áhrif einkaleyfa, höfundaréttar, vörumerkja og hönnunar á daglegt líf.
  • að auka skilning á því hvernig vernd hugverkaréttinda styður við sköpun og tækniframfarir.
  • að vekja athygli á skapandi framlagi höfunda og hugvitsmanna til þróunar samfélaga um allan heim.
  • að hvetja til virðingar fyrir hugverkaréttindum annarra.
  • Nánari upplýsingar um alþjóða hugverkadaginn af heimasíðu Alþjóða hugverkastofnunarinnar (WIPO, World Intellectual Property Organization).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum