Hoppa yfir valmynd
28. maí 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Aðalnámskrá framhaldsskóla: skipstjórnargreinar - Kynning á drögum að nýrri námskrá

Námskrárdrögin verða til kynningar til 10. júní 2009.Á þeim tíma gefst hagsmunaaðilum og almenningi kostur á að senda athugasemdir og ábendingar um námskrána í heild eða einstaka þætti hennar til menntamálaráðuneytis.

Í drögum að aðalnámskrá framhaldsskóla í skipstjórnargreinum sem nú eru til kynningar er skilgreint nám til skipstjórnarréttinda í samræmi við ákvæði laga nr. 30/2007 um áhafnir fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa, laga nr. 76/2001 um áhafnir farþega- og flutningaskipa og ákvæði gildandi reglugerða settum samkvæmt þessum lögum. Enn fremur tekur námskráin mið af ákvæðum alþjóðasamþykktarinnar (STCW) um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöðu m.t.t. alþjóðlegra skipstjórnarréttinda.

Námskrárdrögin verða til kynningar á vefsvæði þessu til 10. júní 2009.
Á þeim tíma gefst hagsmunaaðilum og almenningi kostur á að senda athugasemdir og ábendingar um námskrána í heild eða einstaka þætti hennar til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.

Einnig er hægt að senda athugasemdir á netfangið [email protected].

Að loknu umsagnarferlinu mun ráðuneytið gera þær lagfæringar á námskránni sem nauðsynlegar teljast, staðfesta hana og senda auglýsingu um gildistöku hennar til birtingar í Stjórnartíðindum. Námskráin verður að því loknu birt á námskrárvef ráðuneytisins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum