Hoppa yfir valmynd
8. janúar 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Framlengdur frestur sveitarfélaga til að sækja um styrki vegna þjónustu við börn

Verkefnisstjórn hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest um styrki vegna þjónustu við langveik börn og börn með ADHD greiningu til 27. janúar næstkomandi.  Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann tíma.

Stjórn verkefnisins er í höndum nefndar félags- og tryggingamálaráðherra um aðgerðir til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Verkefnið byggist á samstarfssamningi milli félags- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga í landinu. Markmið þess er að auka stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn sem greind hafa verið með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD). Áttatíu milljónir króna renna til verkefnisins af fjárlögum ársins 2009.

Nánari upplýsingar um verkefnið og eyðublað fyrir umsóknir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum