Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Heildstæð menntun á umbrotatímum - menntaþing haldið 5. mars

Mennta- og menningarmálaráðuneyti stendur fyrir menntaþingi þann 5. mars nk. í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Yfirskrift þingsins er Heildstæð menntun á umbrotatímum.Tilgangur þingsins er að efna til opinnar umræðu um menntastefnu.
Menntaþing 2010
Menntaþing 2010

Mennta- og menningarmálaráðuneyti stendur fyrir menntaþingi þann 5. mars nk. í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Yfirskrift þingsins er Heildstæð menntun á umbrotatímum Tilgangur þingsins er að efna til opinnar umræðu um menntastefnu. Dagskrá þingsins verður tvíþætt. Kynntar verða áherslur í nýjum námskrám allra skólastiga og afrakstur af þjóðfundum um menntamál. Að því loknu verða reifuð og rædd ýmis álitamál sem varða breyttar aðstæður í skólasamfélaginu í málstofum.

Þess er vænst að þingið verði góður vettvangur til að fá upplýsingar um stöðu mála, stilla saman strengi og skiptast á skoðunum um ýmis álitamál sem tengjast menntun.

 

Dagskrá menntaþingsins:

11:30 Skráning og kaffi 
12:00  Ávarp ráðherra, Katrínar Jakobsdóttur 
12:20   Grunnstoðir og viðmið í nýrri menntastefnu 
13:10 Raddir af þjóðfundi um menntamál og frá Sóknaráætlun 2020
13:30 Léttur hádegisverður
14:00 Málstofur *)

a) Velferð í skólum - nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn. Innlegg frá Guðna Olgeirssyni.

b) Námslengd og skil milli skólastiga - endurskoðun eða óbreytt ástand? Innlegg frá Gerði G. Óskarsdóttur.

c)Framhaldsskóli fyrir alla - markmið og leiðir. Innlegg frá Gesti Guðmundssyni.

16:30  Samantekt
17:00 Þingslit

*) Hver þátttakandi velur sér tvær málstofur sem hvor um sig tekur um 70 mínútur. Hver málstofa hefst á stuttu innleggi um viðkomandi málefni sem fylgt verður eftir með umræðum og samantekt. Ýmsar upplýsingar sem varpa frekara ljósi á umræðuefnin verða kynntar á vef ráðuneytisins.

      

 Skráning
 

Þátttaka í Menntaþingi verður takmörkuð við 300 þátttakendur. Skráning fer þannig fram að einstaklingar skrá sig á vef ráðuneytisins /menntathing/skraning/.

Til að tryggja að fulltrúar allra hagsmunaaðila frá ólíkum stofnunum, samtökum og landshlutum komist á þingið verður valið úr hópnum.


Öllum verður tilkynnt um niðurstöðu skráningar fyrir 25. febrúar.





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum