Hoppa yfir valmynd
9. september 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Handbók um gerð skólastefnu sveitarfélaga komin út

Annars vegar handbók um gerð skólastefnu til að auðvelda sveitarfélögum að setja sér slíka stefnu og nýta sem virkt stjórntæki. Hins vegar er stytt útgáfa af handbókinni sem dregur fram meginatriði hennar og er hugsuð til leiðbeiningar fyrir þátttakendur í gerð skólastefnu. 

 

Gefin hafa verið út tvö rit um mótun skólastefnu sveitarfélaga.  Annars vegar handbók um gerð skólastefnu til að auðvelda sveitarfélögum að setja sér slíka stefnu og nýta sem virkt stjórntæki.  Handbókin er skrifuð með þann hóp í huga sem veitir skólamálum í sveitarfélagi forystu og stýrir stefnumótunarvinnunni.  Hins vegar er stytt útgáfa af handbókinni sem dregur fram meginatriði hennar og er hugsuð til leiðbeiningar fyrir þátttakendur í gerð skólastefnu.  Bæði þessi rit eru aðgengileg á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga og ráðuneytisins:

Ritin voru prentuð í  takmörkuðu upplagi og er hægt að fá eintök hjá Sambandinu gegn vægu gjaldi.

Auk þessara rita hafa verið settir á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga tenglar á skólastefnur þeirra sveitarfélaga sem hafa mótað sér slíka stefnu og gert hana aðgengilega á heimasíðu sinni.  Tengt skólastefnum nokkurra sveitarfélaga er ennfremur leiðbeinandi efni sem viðkomandi sveitarfélag hefur tekið saman til upplýsingar um feril stefnumótunarvinnu sinnar. 

Tengla á skólastefnur og leiðbeinandi efni er að finna á slóðinni:

Sameiginlegur verkefnis­stjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningar­málaráðuneytis í skóla­málum vann að gerð hand­bókarinnar.  Verkefni hans felast m.a. í vinnu við innleiðingu ákvæða nýrra laga um leik- og grunnskóla frá 2008 með áherslu á mats- og eftirlitsskyldu sveitarfélaga og gerð skólastefnu. 

Með nýju lögunum var sveitarfélögum gert skylt að setja sér almenna stefnu um leik- og grunnskólahald og er framangreint efni hugsað til stuðnings við þá vinnu, hvort heldur sem er við að móta nýja skólastefnu eða endurskoða fyrri skólastefnu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum