Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Opnun Lífshlaupsins í Víkurskóla í Grafarvogi

Mennta- og menningarmálaráðherra opnaði Lífshlaupið hvatningar- og átaksverkefni Íþrótta- og Ólympíusambandsins í Víkurskóla í Grafarvogi í dag 2. febrúar.

lífshlaup 2011
lífshlaup 2011

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnaði Lífshlaupið hvatningar- og átaksverkefni Íþrótta- og Ólympíusambandsins í Víkurskóla í Grafarvogi í dag 2. febrúar. Nemendur og kennarar skólans hafa verið iðnir við þátttöku í verkefninu og af því tilefni var ákveðið að opnunin færi fram þar.

Ráðherra tók þátt í laufléttri skólahreystiþraut og stóð sig með prýði og bar sigurorð af Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra sem mætti einnig af þessu tilefni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum