Hoppa yfir valmynd
21. mars 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

HönnunarMars stendur yfir 24.-27. mars

Á fimmtudaginn brestur á með HönnunarMars - fjögurra daga hönnunarhátíð í Reykjavík 24.-27. mars. Dagskráin er barmafull af fjölbreyttum og spennandi viðburðum af ýmsu tagi.

Hönnunarmars2011
honnunarmars2011

Á fimmtudaginn brestur á með HönnunarMars - fjögurra daga hönnunarhátíð í Reykjavík 24.-27. mars. Dagskráin er barmafull af fjölbreyttum og spennandi viðburðum af ýmsu tagi. Hönnuðir bjóða almenningi að kynna sér heim hönnunar með áhugaverðum sýningum og fróðlegum fyrirlestrum sem endurspegla fjölbreytta flóru íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.

Dagskrá HönnunarMars 2011 er bæði fjölbreytt og glæsileg. Kynntar eru nýjar vörur með ótrúlega fjölbreyttan bakgrunn; sumar spretta upp af jörðinni, aðrar koma nánast af himnum ofan. Hönnuðir sameinast um sýningar og dagskrá sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Alls eru viðburðirnir yfir hundrað og sem dæmi má til taka sýningu á verkum textíllistakonunnar Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter í Hönnunarsafni Íslands; treflaverksmiðju Víkur Prjónsdóttur; húsgagnasýninguna 10+; Hræring, sýningu íslenskra fatahönnuða; vinnustofu KRADS arkitekta og LEGO; kynningu á nýstárlegu skyrkonfekti og sýningu Sruli Recht.

Á HönnunarMars býðst tækifæri að auðga andann og hljóta innblástur af hinni taumlausu sköpunargleði sem ríkir innan hönnunarsamfélagsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum