Hoppa yfir valmynd
5. maí 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Átakið Hjólað í vinnuna hófst 4. maí

Nú hafa 546 vinnustaðir, skrá 1143lið með 7.123 liðsmönnum til leiks. Skráning og nánari upplýsingar á hjoladivinnuna.is

hjólað-í-vinnuna-2011
hjólað-í-vinnuna-2011

Opnunarhátíð Hjólað í vinnuna fór fram í Reykjavík og á Akureyri í morgun, miðvikudaginn 4. maí. Í Reykjavík fór opnunin fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, Geir Gunnlaugsson, Landlæknir, Eva Einarsdóttir, formaður ÍTR og Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ fluttu stutt ávörp. Á Akureyri fór opnunin fram á Glerártorgi þar sem Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar ávarpaði gesti. Á báðum stöðum var þátttakendum boðið að hjóla við og þiggja léttar veitingar.
Að ávörpum loknum hjóluðu gestir og þátttakendur svo átakið formlega af stað.

  • Nú hafa 546 vinnustaðir, skrá 1143 lið með 7.123 liðsmönnum til leiks.
  • Nánari upplýsingar á vefnum www.hjoladivinnuna.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum