Hoppa yfir valmynd
15. september 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Evrópski tungumáladagurinn 26. september 2011

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hvetur skóla, aðrar fræðslustofnanir og hagsmunaaðila til að taka þátt í Evrópska tungumáladeginum  26. september 2011.

Evrópski tungumáladagurinn
Evropski_tungumaladagurinn

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hvetur skóla, aðrar fræðslustofnanir og hagsmunaaðila til að taka þátt í Evrópska tungumáladeginum  26. september 2011.

Haldið hefur verið upp á tungumáladaginn frá árinu 2001 í samstarfi við Evrópuráðið og Evrópusambandið. Þennan dag er lögð áhersla á fjölbreytni tungumála í Evrópu og mikilvægi tungumálanáms og er hann haldinn hátíðlegur meðal 45 Evrópuþjóða.

Norræna ráðherranefndin hefur að undanförnu staðið að verkefni með það að markmiði að efla norræna málvitund og málskilning (Nordisk sprogkampagne). Einnig er rétt að benda á yfirlýsingu um norræna tungumálastefnu en eitt af markmiðum hennar er að allir Norðurlandabúar geti átt samskipti sín á milli helst á norrænu tungumáli. Kjörið er að nýta Evrópska tungumáladaginn 2011 til að stuðla að norrænni málvitund.

  • Vakin er athygli á því að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur gengst fyrir dagskrá í tilefni dagsins í samstarfi við ráðuneytið og verður dagskráin auglýst síðar.

Athyglisverðar vefslóðir sem tengjast tungumáladeginum:

Tengiliður við verkefnið í mennta- og menningarmálaráðuneyti er Erna Árnadóttir, netfang: [email protected]

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum