Hoppa yfir valmynd
11. október 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Starfshópur um málefni framhaldsskólans

Mennta- og menningarmálaráherra hefur skipað starfshóp , sem á að athuga vinnutilhögun framhaldsskólakennara, menntunarþörf þeirra, starfsþróun og faglegt starf.

Mennta- og menningarmálaráherra hefur skipað starfshóp , sem á að athuga vinnutilhögun framhaldsskólakennara, menntunarþörf þeirra, starfsþróun og faglegt starf. Niðurstöður hópsins verða til hliðsjónar við endurskoðun kjarasamnings ríkisins við framhaldsskólakennara. Samninginn þarf að laga að breytingum sem orðið hafa í kjölfar nýrra laga og aðalnámsskrár fyrir framhaldsskóla. Í starfshópnum eru fulltrúar tilnefndir af Félagi framhaldsskólakennara, Félagi stjórnenda í framhaldsskólum, Félagi íslenskra framhaldsskóla og fjármálaráðuneyti auk fulltrúa mennta- og menningarmálaráðherra. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn ljúki störfum eigi síðar en í maí 2012.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum