Hoppa yfir valmynd
31. október 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutun fjár til vinnustaðanáms og starfsþjálfunar 2011

Mánudaginn 31. október mun Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenda í fyrsta sinn vilyrði fyrir styrkjum til vinnustaðanáms. Um er að ræða styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám og starfsþjálfun á vinnustað á grundvelli aðalnámskrár framhaldsskóla.

IMG_5159
IMG_5159
  • Styrkjum til vinnustaðanáms og starfsþjálfunar á vinnustað úthlutað í fyrsta sinn.
  • Athöfnin verður á Hilton Reykjavík Nordica hóteli, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, í dag mánudag 31. október 2011,  kl. 11.30

Mánudaginn 31. október mun Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenda í fyrsta sinn vilyrði fyrir styrkjum til vinnustaðanáms. Um er að ræða styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám og starfsþjálfun á vinnustað á grundvelli aðalnámskrár framhaldsskóla.

Þetta er í fyrsta skipti sem hið opinbera styrkir fyrirtæki eða stofnanir fjárhagslega til þess að taka við nemendum og er vonast til þess að þetta muni greiða fyrir því að starfsnámsnemendur geti lokið tilskilinni starfsþjálfun á vinnustað.

Um langt árabil hafa samtök á vinnumarkaði verið þess hvetjandi að fyrirtæki fengju greidda þóknun fyrir að taka við nemendum og annast þá kennslu eða þjálfun sem fram fer á vinnustað og er skilyrði fyrir því að nemendur fái lokið starfsnámi að fullu. Menntamálaráðuneytið stóð fyrir tilraun um vinnustaðanám á árunum 2004-2005 sem gaf góða raun og var það niðurstaða starfshóps, sem hafði umsjón með tilrauninni, að æskilegt væri að jafna kostnað fyrirtækja við vinnustaðanám. Í greinargerð með frumvarpi til laga um framhaldsskóla 2007, sem varð að lögum 2008, er nefnd þörfin á að koma á sjálfstæðum sjóði til að tryggja vinnustaðanámi framgang. Styrkir til vinnustaðanáms tíðkast meðal grannþjóða okkar, svo sem í Noregi og í Danmörku.

Nokkuð hefur borið á því í efnahagsþrengingum undangenginna ára að nemendur hafi átt erfitt með að komast á námssamning og ljúka námi sínu. Með styrkjum til vinnustaðanáms er leitast við að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum í starfsþjálfun og gera þeim kleift að ljúka starfsnámi sínu.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsti eftir umsóknum um styrki til vinnustaðanáms hinn 25. ágúst sl. 65 umsóknir bárust frá fyrirtækjum og stofnunum og verður unnt að úthluta 57 m.kr. í styrki til umsækjenda og munu um 170 nemendur njóta góðs af. Í framhaldinu er ætlunin að koma á laggirnar sérstökum vinnustaðanámssjóði. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 450 m. kr. til vinnustaðanáms árin 2012-2014. Skipuð hefur verið sérstök nefnd sem mun fyrir árslok 2011 skila tillögum um sjóð er hafi það hlutverk að efla vinnustaðanám og koma til móts við kostnað fyrirtækja og stofnana sem annast kennslu eða þjálfun starfsnámsnemenda.

IMG_5162



 

Á myndinni má sjá Ingólf Haraldsson hótelstjóra og nemendur við athöfnina á Hilton Reykjavík Nordica Hótel.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum