Hoppa yfir valmynd
8. ágúst 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Æskulýðssjóður 2. úthlutun 2011

Æskulýðssjóði bárust 43 umsóknir um styrk að upphæð 20.658.000 kr. vegna umsóknarfrests 1. apríl 2011. Alls fengu 13 verkefni styrk að upphæð 4.040.000.

Æskulýðssjóði bárust 43 umsóknir um styrk að upphæð 20.658.000 kr. vegna umsóknarfrests 1. apríl 2011. Alls fengu 13 verkefni styrk að upphæð 4.040.000.

Félag
Agnieszka Nowak & Vala Þórsdóttir
Bjargir forvarnir og fræðsla Stuðningsathvarf fyrir 16 - 18 ára unglinga sem hafa hætt námi, vinnu eða öðru og skapa þeim jákvæðara umhverfi. Vinna í sjálfsmynd þessara ungmenna með aðstoð ráðgjafa og leiðbeinanda í formi verkefna
Bjargir forvarnir og fræðsla Stuðningsathvarf fyrir ungmenni á aldrinum 16 ára og eldri ungmenni a sem hafa hætt námi, vinnu eða öðru og skapa þeim jákvæðara umhverfi. Vinna í sjálfsmynd þessara ungmenna með aðstoð ráðgjafa og leiðbeinanda í formi verkefna.
Bjargir forvarnir og fræðsla TST námskeið. Markmið verkefnisins er að gefa 20 börnum og unglingum möguleika á því að öðlast nýtt líf, þar sem byggt er upp sjálfstraust þeirra í gegnum hópefli, sjálfsstyrkingu og tómstundum.
Heimili og skóli - landssamtök foreldra
Lærum saman
Málefli
Myndlistaskólinn í Reykjavík
Pride of Janus
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra
Skátafélagið Heiðabúar
Skátafélagið Héraðsbúar
Skátafélagið Kópar
Skátafélagið Mosverjar
Skátafélagið Svanir
Skátafélagið Ægisbúar Gróðursetningarútilega. Að kynna börnum og ungmennum skógrækt og uppbyggingu gróðurs á uppblásturssvæði
Skátafélagið Ægisbúar Gilwell námskeið. Námskeiðinu er ætlað að dýpka skilning þátttakenda á uppeldislegu gildi skátastarfs og stjórnun skátasveitar.
Skátafélagið Ægisbúar, útilífssveit Útivistarþjálfun skátaforingja, þjálfun í undirbúningi og framkvæmd lengri gönguferða.
Skátasamband Reykjavíkur Útieldun. Sótt er um styrk til að gera aðstöðu til útieldunnar við suð-austurenda Hafravatns á landi skáta.
Skátasamband Reykjavíkur Fagleg námskeið fyrir leiðtoga á Útilífsnámskeiðum. Markmið er að bjóða leiðtogum útilífsnámskeiðanna upp á vandað námskeið þar sem keppst er við að undirbúa leiðtoganna undir að starfa faglega með börnum og unglingum. Þannig að þau geti tekist á með ábyrgð og öryggi þau verkefni sem bíða þeirra í samskiptum við börnin og foreldranna.
Skjöldur forvarnarfélag hjúkrunarnema við Háskóla Íslands
Ungmenna- og tómstundabúðirnar
Ungmennaráð SAFT
Æskulýðsfélag Keflavíkursóknar Pactla, verkefni fyrir börn, byggir á því að hópur kemur saman með það að markmiði að eiga saman borðsamfélag, og fá fræðslu gegn fordómum.
Æskulýðsfélag Keflavíkursóknar Energí og trú. Miðar að því að efla og hvetja ungt fólk á Suðurnesjum til sjálfstæðis og athafna með fjölbreyttum námskeiðum og stuðningi.
Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar Námskeið um ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga (rit sem mennta- og menningarmálarn.gaf út á síðasta ári)  ÆSKÞ vil kynna efni handbókarinnar fyrir kirkjunnar fólki og fá þeim handbókina.
Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar Sjálfsvígsatferli ungs fólks. Námskeiðahald fyrir fólk sem vinnur með ungu fólki og styrkja þau betur til þess að þekkja helstu einkenni sjálfsvígshegðunar/þunglyndis. 
Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar Vinavikan á Vopnafirði. Vinavikan á Vopnafirði
Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar Leiklistarfélag Æskulýðsstarfs Kirkjunnar (LÆK) - Tár, bros og takkaskór. Uppsetning á leiksýningu sem byggð er á einni vinsælustu unglingabók hér á landi, Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson
Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar Námskeið um fundarsköp. ÆSKÞ vill með slíku námskeiðshaldi stuðla að því að æskulýðsfélög kirkjunnar læri fundarsköp til þess að styrkja starfsemi félaganna og gera þau hæfari til þess að taka þátt í félagstarfi samtaka og ráðstefnum. Stefnt er að halda 3 námskeið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum