Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Katrín Jakobsdóttir á Norðurlandaráðsþingi

Mennta- og menningarmálaráðherra tók þátt í tveimur ráðherrafundum á nýafstöðnu Norðurlandaráðsþingi, sem lauk í Kaupmannahöfn í dag

samstarfsradherrar
samstarfsradherrar

Mennta- og menningarmálaráðherra tók þátt í tveimur ráðherrafundum á nýafstöðnu Norðurlandaráðsþingi, sem lauk í Kaupmannahöfn í dag. Fyrst tók hún þátt í fundi menningarmálaráðherra og meðal annars var rætt um hugsanlegar aðgerðir til að auka veg barnabókmennta, þ.á m. sérstök barnabókaverðlaun Norðurlandaráðs og samþykkt tillaga um átak til að kynna norræna tónlist utan Norðurlandanna. Á fundi menntamálaráðherra var m.a. rætt um nýja úttekt á samstarfi Norðurlanda á sviði rannsókna og vísinda og hvaða stefnu það skuli taka á næstu árum. Þá voru samþykktar breytingar á Nordplus áætluninni, sem m.a. fela í sér að öll nemendaskipti fyrir börn og unglinga verða undir einum hatti.

Nánar verður sagt frá Norðurlandaráðsþinginu og málefnum sem snerta mennta- og menningarmál á næstunni á vef ráðuneytisins.
Katrin-samstarfsradherraKatrin1


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum