Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fundaröð mennta- og menningarmálaráðuneytis um starfsmenntun haustið 2011.

Nýlega hófst í mennta- og menningarmálaráðuneytinu vinna að verkefni um innleiðingu og eflingu menntastefnu með áherslu á starfs- og ævimenntun. Verkefnið er liður í þátttöku Íslands í ævinámsáætlun ESB og nýtur stuðnings þaðan.

Nýlega hófst í mennta- og menningarmálaráðuneytinu vinna að verkefni um innleiðingu og eflingu menntastefnu með áherslu á starfs- og ævimenntun. Verkefnið er liður í þátttöku Íslands í ævinámsáætlun ESB og nýtur stuðnings þaðan.
Einn liður í verkefninu eru samráðsfundir hagsmunaaðila undir heitinu Starfsmenntun – hvert skal stefna?
Markmið fundanna er að:

  • ræða framtíðarsýn starfsnáms með tilliti til uppbyggingar þess
  • ræða hvernig gera má starfsnám sýnilegra og eftirsóknarverðara
  • fyrir nemendur óháð aldri og kyni
  • efla samskipti og samráð hagsmunaaðila í ljósi breytinga á lögum.

Til fundanna er boðið fulltrúum starfsgreinaráða, framhaldsskóla, framhaldsfræðslu, nemenda, náms- og starfsráðgjafa og fyrirtækja.
Ráðgert er að halda tólf fundi og var sá fyrsti haldinn fimmtudaginn 20. október sl. Á hann mættu um 50 aðilar úr bygginga- og mannvirkjageiranum og var vel unnið í hópastarfi og góðar umræður. Annar fundur var haldinn 24. október þar sem um 40 þátttakendur fjölluðu um stöðuna í matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugeiranum. Á næstu vikum verða haldnir tíu samsvarandi fundir með öðrum starfsgreinum til viðbótar. Fulltrúar nemenda hafa sett mark sitt á fundina og hefur verið mikil ánægja með þeirra þátttöku.
Á vormisseri verða síðan haldnir sex landshlutafundir undir svipuðum formerkjum. Verkefninu lýkur með ráðstefnu um stefnumótun í starfsmenntun þar sem niðurstöður þessa verkefnis, sem og annarra starfsmenntaverkefna sem verið er að vinna að, verða dregnar saman.

  • Nánari upplýsingar gefur verkefnisstjóri, Elín Thorarensen, [email protected] Sími 545 9500.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum