Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skólasókn 16 ára unglinga í framhaldsskóla á árunum 2004 til 2010

Skólasókn er mest meðal einstaklinga sem eru fæddir erlendis af íslenskum foreldrum en minnst meðal innflytjenda.


Hlutfall 16 ára landsmanna fæddra 1988-1994 sem eru skráðir í framhaldsskóla 2004-2010 er 93,5% að meðaltali. Einstaklingar án erlends bakgrunns eru langstærsti bakgrunnshópur nemenda og sækja að meðaltali 94,5% þeirra skóla við 16 ára aldur.

Hlutfallslega flestir sækja skóla úr hópi einstaklinga sem eru fæddir erlendis en eiga íslenska foreldra; 95,9% þeirra sækja skóla við 16 ára aldur. Tæplega 90% 16 ára sem eru fæddir á Íslandi en eiga annað foreldri af erlendum uppruna sækja framhaldsskóla og 85,0% þeirra sem eiga annað foreldri af erlendum uppruna en eru fæddir erlendis. Tæplega 83% annarrar kynslóðar innflytjenda sækja framhaldsskóla við 16 ára aldur og 74,6% innflytjenda.

Til innflytjenda teljast einstaklingar sem eru fæddir erlendis og eiga báða foreldra af erlendum uppruna. Annarrar kynslóðar innflytjendur eru þeir sem eru fæddir á Íslandi en báðir foreldrar eru innflytjendur. Einungis um tugur annarrar kynslóðar innflytjenda er í hverjum árgangi og því eru töluverðar sveiflur á skólasókn þeirra á milli ára. Nánar á vef Hagstofunnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum