Hoppa yfir valmynd
4. janúar 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýtt rit um ungt fólk og kynlíf

Höfundar handbókarinnar „Ungt fólk og kynlíf“, þær Sóley S. Bender, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir og Solveig Jóhannsdóttir, afhentu Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra eintak af bókinni.
Höfundar handbókarinnar „Ungt fólk og kynlíf“ afhentu Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra eintak af bókinni.
Höfundar handbókarinnar „Ungt fólk og kynlíf“ afhentu Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra eintak af bókinni.

Komin er út handbókin Ungt fólk og kynlíf, sem er nýtt kynfræðsluefni fyrir framhaldsskóla. Handbókin er einkum ætluð kennurum og skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum, sem veita kynfræðslu á fyrstu stigum framhaldsskólans.
Í bókinni eru 10 kaflar sem fjalla um kynheilbrigði á einn eða annan hátt. Megináherslan er á samskipti og ábyrgt kynlíf en einnig aðsteðjandi ógnanir. Tilgangurinn með námsefninu er að stuðla að heilbrigðu kynlífi ungs fólks. Efnið er gefið út á vegum Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir (FKB) og var styrkt af samtökunum, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Forvarnarsjóði Lýðheilsustöðvar. Hægt er að fá bókina ókeypis á rafrænu formi á síðu FKB, www.fkb.is.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum