Hoppa yfir valmynd
6. janúar 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Framlög til íþróttamála hækka

Mennta- og menningarmálaráðherra segir mikilvægt að þróun fjárframlaga ríkisins til íþróttamála verði tekin til skoðunar svo fylgja megi eftir íþróttastefnu með sómu í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Framlög til íþróttamála voru aukin í fjárlögum 2012.

Mennta- og menningarmálaráðherra segir mikilvægt að þróun fjárframlaga ríkisins til íþróttamála verði tekin til skoðunar svo fylgja megi eftir íþróttastefnu með sóma í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Framlög til íþróttamála voru aukin í fjárlögum 2012.

Síðastliðið haust gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnumótun í íþróttamálum til ársins 2015. Þar eru m.a. sett þau markmið að stuðningur ríkisins við sérsambönd tryggi að þau geti haldið úti landsliðum og tekið þátt í alþjóðastarfi sem fulltrúar Íslands. Auk þess er lögð áhersla á að efla Afrekssjóð ÍSÍ og Ferðasjóð íþróttafélaganna. Til samræmis við þetta var framlag til Afrekssjóðs hækkað 40% á fjárlögum 2012, úr 24,7 m.kr. í 34,7 m.kr., og Ferðasjóðs um 20%, úr 54 m.kr. í 64,7 m.kr. í fjárlögum ársins 2012. Að auki var 10 m.kr. veitt til ÍSÍ vegna þáttöku Íslands á Ólympíuleikunum í Lundúnum síðar á þessu ári.

Til þess að fylgja stefnumótuninni eftir hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið að undanförnu unnið að gerð samnings við ÍSÍ til þess að fylgja eftir stefnumótuninni til ársins 2015. Mun samningurinn m.a. annars fjalla um framlög ríkisins til reksturs ÍSÍ, sérsambanda og til sjóða á vegum sambandsins. Í grein ráðherra segir: „Samhliða þeirri vinnu er mikilvægt að skoða á vettvangi stjórnmálanna hvernig eigi að þróa fjárframlög ríkisins til íþróttamála þannig að fylgja megi stefnunni eftir sóma.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum