Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntaþing og þjóðfræði á Ströndum

Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, heimsótti Hólmavík.
Menntaþing og þjóðfræði á Ströndum
Menntaþing og þjóðfræði á Ströndum

Grunnskólinn á Hólmavík átti 100 ára afmæli á síðasta ári og liður í hátíðarhöldum var Menntaþing, sem haldið var í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 12. janúar 2012. Katrín Jakobsdóttir ávarpaði þingið en meginviðfangsefni þess var um mikilvægi þroska og menntunar fólks á öllum aldursstigum.
Ráðherrann heimsótti einnig Þjóðfræðistofu og hafði með sér samning við Strandagaldur ses. um rekstarframlag til stofunnar í þrjú ár. Frá 2008 hefur Þjóðfræðistofa fengið árlegan stuðning frá ráðuneytinu en að auki hefur hún hlotið margvíslega rannsóknar - og menningarstyrki.
Meginmarkmið með samningnum er að tryggja áframhaldandi starfsemi  Þjóðfræðistofu,  stuðla að metnaðarfullum rannsóknum og miðlun þjóðfræða. Samningurinn miðar einnig að auknu samstarfi og samþættingu  rannsókna, fræðastarfs, menningarstarfsemi, menntunar og atvinnuþróunar á starfssvæði stofnunarinnar. Unnið er að samfélagsdrifnum fræðslu- og menningarverkefnum ásamt lista- og fræðatengdum miðlunar- og þróunarverkefnum. Þar má nefna árlegt Húmorsþing, Frásagnasafnið og Skelina; lista- og fræðimannadvöl á Hólmavík.
Menntaþing og þjóðfræði á Ströndum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum