Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Tilraunaverkefni um ytra mat á grunnskólum

Ytra mat á leik- og grunnskólum er lögbundið verkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og sveitarfélaga. Vorið 2011 lagði faghópur um ytra mat fram tillögu um útfærslu á ytra mati á grunnskólum, sameiginlegu verkefni ráðuneytis og sveitarfélaga.

Ytra mat á leik- og grunnskólum er lögbundið verkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og sveitarfélaga. Vorið 2011 lagði faghópur um ytra mat fram tillögu um útfærslu á ytra mati á grunnskólum, sameiginlegu verkefni ráðuneytis og sveitarfélaga. Lagði hópurinn til að í tilraunaskyni yrði tillagan prófuð með þátttöku sex skóla. Haustið 2011 hófst undirbúningur að verkefninu og ráðnir voru sérfræðingar til að annast útfærslu á tillögum faghóps, s.s. gerð viðmiða, siðareglna og leiðbeininga fyrir matsaðila.

Tilraunaverkefnið hófst í byrjun janúar 2012 og mun það standa yfir fram í júní nk.  Eftirfarandi sveitarfélög og skólar taka þátt:

  1. Hofstaðaskóli í Garðabæ
  2. Víðistaðaskóli í Hafnarfirði
  3. Auðarskóli í Dalabyggð  
  4. Grunnskólinn í Stykkishólmi
  5. Lundarskóli á Akureyri
  6. Valsárskóli í Svalbarðsstrandarhreppi

Tveggja manna matsteymi metur hvern þátttökuskóla. Ráðnir voru tveir matsaðilar til þeirra starfa og metur hvor um sig þrjá skóla. Á móti þeim í matsteymi hafa viðkomandi sveitarfélög tilnefnt fulltrúa. Markmið með ytra matinu eru meðal annars að vera skólum hvati til frekari skólaþróunar, styðja stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi og efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla. Ekki er ætlunin að gera samanburð á skólum heldur nota samræmdar matsaðferðir þannig að í öllum skólum verði skólastarfið metið með sambærilegri nálgun og á grundvelli sömu viðmiða. Jafnhliða tilraunaverkefninu á sér stað mat og endurskoðun á matsaðferðum og fyrirkomulagi ytra mats. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningar¬málaráðuneyti og Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum