Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Veggspjald fyrir dag leikskólans

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók við veggspjaldi í morgun.

Dagur leikskólans 2012
Dagur leikskólans 2012

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur um allt land 6. febrúar. Í tilefni dagsins var gefið út veggspjald með gullkornum frá börnum og það var afhent mennta- og menningarmálaráðherra. Ingibjörg Kristleifsdóttir, form. Félags stjórnenda í leikskólum, Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, Björk Ólafsdóttir, verkefnisstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Torfhildur Sigurðardóttir, fulltrúi í kynningarnefnd FL og FSL og Sigríður Lára Ásbergsdóttir, deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti afhentu ráðherra veggspjaldið.
Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.
Dagur leikskólans er nú haldinn í fimmta sinn. Í tilefni dagsins var  m.a. verið auglýst eftir gullkornum frá börnum í leikskólum landsins og nokkur þeirra valin á veggspjaldið.

Veggspjald dags leikskólans


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum