Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Árangursstjórnunarsamningar við lista- og menningarstofnanir

Samningar gerðir við nokkrar helstu menningarstofnanir.

Árangursstjórnunarsamningar
Árangursstjórnunarsamningar

Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, undirritaði fyrir skömmu árangursstjórnunarsamninga við eftirtaldar stofnanir: Íslenska dansflokkinn, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhúsið og Þjóðmenningarhúsið. Samningarnir eru til þriggja ára, 2012-2014. Þeir skilgreina helstu áherslur og markmið, sem viðkomandi stofnanir hyggjast vinna að á samningstímanum. Einnig eru helstu áfangar og töluleg markmið skilgreind. Þá er í samningunum fjallað um samstarf og verkaskiptingu stofnananna og ráðuneytisins og hvernig samskiptum skuli háttað.
Þetta er í þriðja sinn sem ráðuneytið gengur frá árangursstjórnunarsamningi við flestar ofangreindar stofnanir, en samningarnir hafa þróast talsvert í gegnum árin. Samningarnar verða birtir innan skamms á heimasíðu ráðuneytisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum