Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Barnabókarsetur stofnað í Amtsbókasafninu á Akureyri

Laugardaginn 4. febrúar var stofnað Barnabókasetur - rannsóknarsetur um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri.
Barnabókarsetur
Barnabókarsetur

Laugardaginn 4. febrúar var stofnað Barnabókasetur - rannsóknarsetur um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri. 

Auk háskólans standa Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri að setrinu. Einnig eiga félagasamtök aðild að því, Rithöfundasamband Íslands, Samtök barna- og unglingabókahöfunda, IBBY, Félag fagfólks á skólasöfnum og fleiri.

 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var viðstödd opnunina. Hún var meðal þeirra sem þar tóku til máls um barnabókmenntir, sagði frá áhrifamikilli bók úr æsku sinni og las úr henni fyrir gesti. Katrín valdi sögubrot úr einni bókanna um tvíburabræðurna Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur.

 Markmið Barnabókaseturs eru eftirfarandi:

  • Að stunda rannsóknir og fræðslu um barnabókmenntir og lestur á Íslandi.
  • Að hvetja til og skapa aðstöðu til rannsókna á barnabókmenntum.
  • Að miðla þekkingu og upplýsingum um barnabókmenntir á Íslandi og stuðla að sýnileika þeirra í samfélaginu.
  • Að vinna að framgangi lestrarmenningar meðal barna og ungmenna á Íslandi.
  • Að efla og treysta innlend og erlend tengsl og taka þátt í alþjóðlegri þekkingarsköpun á fræðasviðinu.
  • Að standa fyrir málþingum og stuðla að útgáfu fræðilegs efnis á sviðinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum