Hoppa yfir valmynd
21. mars 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ný reglugerð um nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum

Reglugerðin tekur til nemenda í framhaldsskólum sem eiga rétt á kennslu og sérstökum stuðninngi í námi í samræmi við metnar sérþarfirGefin hefur verið út ný reglugerð, nr. 230/2012, um nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum. Hún tekur til framhaldsskólanemenda, sem eiga rétt á kennslu og sérstökum stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Reglugerðin er sett á grundvelli 34. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla og gildir um þá nemendur, sem innritaðir hafa verið til náms skv. 32. gr. laganna, óháð því hvort hlutaðeigandi framhaldsskóli er rekinn af ríkinu eða öðrum aðila.
Markmið reglugerðarinnar er m.a. að
nemendur hafi jöfn tækifæri til náms án aðgreiningar, eftir því sem við verður komið, þannig að komið sé til móts við náms-, líkams-, félags- og tilfinningalegar þarfir. Þá er einnig markmiðið að þessir nemendur fái fjölbreytt námstilboð, kennslu og stuðning við sitt hæfi í hvetjandi námsumhverfi og í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu.Fleiri markmið eru tilgreind í reglugerðinni, sem hægt er að sjá hér:


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum