Hoppa yfir valmynd
21. mars 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Umsóknir fræðsluaðila um viðurkenningu

Leiðbeiningar um gerð umsókna um viðurkenningu fræðsluaðila til að annast framhaldsfræðslu hafa verið gefnar út.



Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar um gerð umsókna um viðurkenningu fræðsluaðila  á grundvelli laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu og reglugerðar nr. 1163/2011. Samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu skal mennta- og menningarmálaráðherra, eða aðili sem hann felur það verkefni, veita fræðsluaðilum viðurkenningu til þess að annast framhaldsfræðslu.

Í slíkri viðurkenningu felst staðfesting á því að starfsemi fræðsluaðila uppfylli almenn skilyrði laganna og reglna, sem settar eru með stoð í þeim. Leiðbeiningar lýsa þeim upplýsingum, sem fræðsluaðilar þurfa að veita til að geta hlotið viðurkenningu ráðuneytisins. Við afgreiðslu umsókna er gengið úr skugga um að starfsemi viðkomandi fræðsluaðila uppfylli einstaka þætti krafnanna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum